Weleda

Um Weleda

Síðan árið 1921 hefur Weleda framleitt bæði lyf sem byggja á mannlífsspeki Rudolf Steiner og húðvörur úr fyrsta flokks jurtum, steinefnum, náttúrulegum jurtaolíum og hreinum ilmkjarnaolíum. Útgangspunkturinn er heildarsýnin á manneskjuna og samspil hennar við náttúruna. Þess vegna viðhefur Weleda strangt gæðaeftirlit bæði með hráefninu og framleiðsluferlinu.

Það sem gerir vörur Weleda svo einstakar er hin 90 ára gamla reynsla og þekking á hinum ýmsu virku efnum sem finnast í náttúrunni og má nýta í þágu hinna ýmsu meðferða. Þessi hefð og þessi þekking í bland við nútíma vöruþróun er notuð til að ná fram hinum náttúrulegu þáttum í húðvörunum okkar. Til að tryggja hámarksárangur eru allar jurtir og önnur hráefni valin af kostgæfni. Strangt eftirlit er með tilbúnum vörum og reglulega eru gerðar prufur hvað varðar húðsjúkdóma og klínískar prófanir.

 

Um allar vörur Weleda gildir efirfarandi:

·       Eingöngu náttúruleg hráefni.

·       Engin gervi- litar- eða ilmefni eru notuð.

·       Engir parabenar eða önnur tilbúin rotvarnarefni.

·       Engar jarðolíur.

·       Notaðar eru endurvinnanlegar umbúðir og innihald sem brotnar niður.

·       Umhverfismeðvitund í framleiðslunni.

·       Ekki tilraunir á dýrum.

·       Prófaðar með tilliti til húðsjúkdóma af óháðum aðila.