Weleda

Algengar spurningar

Innihald

Er vínandi í Weleda vörum?

Já.  Vínandi hefur rotverjandi áhrif á vöruna, sem þýðir að ekki þarf að bæta í  tilbúnum rotvarnarefnum.  Vínandinn er framleiddur úr korni og er algerlega náttúrulegur.  Til þess að ná mikilvægum efnum úr jurtunum sem við notum þá eru efnin lögð í vínanda.  Með því að nota vínanda næst megnið af efnunum, sem leysast bæði upp í vínanda og í olíu.  Vínandinn eykur líka stöðugleika vörunnar.

 

Þurrkar vínandi húðina?

Engin af Weleda vörunum þurrkar húðina. Vínandinn er ekki notaður sem einangrað efni, heldur sem hluti af heildauppskrift. Það eru ekki áhrif einstakra hráefna sem ráða áhrifum vörunnar, heldur heildaruppskriftin sem ræður áhrifunum.  Það er líka mikilvægt að hafa í huga styrkleika og magn.  Tiltekið efni getur virkað á sinn hátt í litlum skömmtum og allt öðru vísi í vörum þar sem styrkleikinn er meiri.  Vínandinn sem við notum er aldrei svo mikill að hann nái að þurrka húðina.  Grunnhugmyndin að Weleda vörunum er alltaf sú, að styrkja og hjálpa húðinni til að hjálpa sér sjálf.  Við myndum aldrei setja neitt í okkar vörur sem þurrkar eða erta húðina – það gengur gegn grunnhugmyndafræði okkar.

 

Innihalda Weleda vörur tilbúin ilmefni?

Nei. Flestar framleiðsluvörur okkar innihalda náttúruleg ilmefni (sumar vörur eru alveg lyktarlausar).    Ilmefni eru ósvikin náttúruefni sem fengin er úr ýmsum plöntum og hafa góða græðandi eiginleika og leggja sitt af mörkum við að varðveita eiginleika vörunnar til lengri tíma.  Ilmefni eru frábrugðin tilbúnum lyktarefnum meðal annars hvað varðar stöðugleika þeirra.  Við fyrstu sýn geta vörurnar virst sterklyktandi en lyktin hverfur fljótt.  Öll lyktarefni – bæði tilbúin ilmvötn og náttúrulegar ilmolíur – eru merktar sem Perfume á umbúðum samkvæmt gildandi reglum.

 

Hvað eru ilmolíur/ilmefni?

Hreint þykkni af ilmefnum sem eru framleidd úr mismunandi plöntum.  Ilmolíur eru viðkvæmar, loftsæknar og gufa fljótt upp.  Hlutverk ilmolíunnar í plöntunni getur verið að verja plöntuna, til dæmis gegn myglu, og að hjálpa plöntunni ef hún hefur fengið sár eða þarf að vekja á sér athygli.  Náttúruleg ilmefni hafa áhrif á líkamann með jákvæðum hætti og hafa bætandi áhrif á hugann.  Weleda vörur eru bættar með ýmis konar blöndum af ilmefnum en ekki tilbúnum lyktarefnum.

 

Innihalda Weleda vörur jarðolíur?

Nei.  Við vinnum eingöngu með jurtaolíur.

 

Innihalda Weleda vörur parabena?

Nei.  Við  notum eingöngu náttúruleg efni sem innihalda geymsluvæn efni.

 

Innihalda Weleda vörur tilbúin hráefni?

Nei.

 

Innihalda Weleda vörur nano öreindir?

Nei.

 

Um húðumhirðu

 

Er mögulegt að nota vörurnar sem innihalda olíur á blandaða húð eða á feita húð?            

Já, vissulega.  Jurtaolíurnar eru skyldar húðfitu og hafa margvíslega eiginleika sem henta fyrir allar tegundir húðar.  Húðin tekur við þeim með náttúrulegum hætti og olían styrkir húðina með vítamínum, mikilvægum fitusýrum og andoxunarefnum.  Weleda vörurnar innihalda einstaka blöndu af sérstaklega völdum jurtaolíum og plöntuþykkni, sem hefur róandi áhrif á húðina um leið og hún styrkist og endurheimtir eðlilegt ástand.

 

Get ég notað Weleda vörur ef ég er með viðkvæma húð?

Já það getur þú.  Við erum með vörulínu sérstaklega hannaða fyrir viðkvæma húð og húð sem er ekki í jafnvægi.  Þessi lína heitir  Almond (Mandla)og róar og nærir húðina um leið og hún endurnýjast og styrkist.  Þessi lína inniheldur engin ilmefni.  Hver sem er má nota hana daglega án tillits til aldurs.

Það er líka hægt að nota vörur úr Baby línunni (Calendula).  Þessar vörur hafa verið þróaðar og prófaðar fyrir viðkvæma barnahúð og hinir eldri geta notað hana á viðkvæma húð.

 

Hvers vegna freyða baðvörurnar ykkar ekki?

Froðuefni hafa þurrkandi áhrif á húðina, þess vegna eru þau ekki í baðvörunum frá Weleda.

 

 

 

 

Um börn og barnavörur

 

Er munur á magni ilmefna í barnavörum og hinum húðvörunum?

Já.  Barnavörurnar innihalda sérstaklega lítið af ilmefnum.

 

Geta fullorðnir með viðkvæma húð einnig notað barnavörurnar?

Já!  Allar vörurnar í Calendula línunni henta einnig fyrir fullorðna með sérstaklega viðkvæma húð.

 

Ég hef heyrt að það eigi ekki að gefa börnum fennel, það sé eitrað.  Er hættulegt að láta börn nota tannkremið?

Nei, það er ekki svo.  Til þess að ná umræddu magni þarf að gleypa að minnsta kosti 25 tannkremstúpur í einu vetfangi.

 

Ég hef heyrt að það eigi ekki að gefa börnum yngri en tveggja ára sesamfræ.  En Weleda vörur innihalda sesamfræ.

Það er rétt, að smábörn eiga ekki að borða sesamfræ vegna eggjahvítuefnisins í fræjunum.  Okkar vörur innihalda olíu úr fræjunum sem er notuð úrvortis og eru því hættulausar.

 

Meðganga og meðgönguvörur

 

Get ég notað ykkar vörur ef ég er þunguð?

Já.

Hvers vegna á ekki að nota Perineum  Massage olíu(Spangarolía) fyrir en í viku 34?

Perineum Massage olía inniheldur olíur sem eru þekktar fyrir mýkingaráhrif sín á vöðva.  Mýkingin á ekki að byrja of snemma, 34. vika er góð byrjun.

Ég er að nota Nursing olíu(Brjóstaolíu).  Er það hættulegt fyrir barnið?

Nei. Ef barnið gleypir eitthvað af olíunni er það ekki hættulegt því innihaldið er allt náttúrulegt, en þú gætir þurrkað olíuna af geirvörtunni fyrir brjóstagjöf.

Hvenær ætti ég að byrja að drekka Nursing te?

Það er hæfilegt nokkrum vikum fyrir áætlaðan barnsburð.

 

Um umbúðir og stöðugleika

 

Hvernig er geymsluvörnum háttað?

Weleda notar þrjár mismunandi aðferðir til að geyma vörurnar

1.       Vínandi – hefur verjandi áhrif í vörum sem innihalda vatn.  Vínandinn er unninn úr fræjum.

2.      Ilmolíur – þær eru hjálplegar við geymslu vegna bakteríu og sveppaverjandi eiginleika.

3.      Dökkar glerflöskur og áltúpur – til þess að auka varnaráhrifin þá notum við dökkar verjandi glerflöskur og áltúpur. Ál hefur einstaka vörn sem umbúðaefni og ver innihald vörunnar vandlega.

Hvernig pakkið þið vörunum?

Weleda notar þrennskonar mismunandi umbúðir:

1)      Glerflöskur – við notum glerflöskur fyrir ýmsar af framleiðsluvörum okkar og sleppum því við að nota tilbúin rotvarnarefni vegna þess að dökka flaskan ver innihaldið betur.  Auk þess er glerflaskan endurvinnanleg.

2)      Áltúpur – áltúpur veita vörunni  góða vörn í langan tíma þar sem ekkert loft kemst að, og það þýðir að við þurfum ekki að bæta við tilbúnum rotvarnarefnum.

3)      Plast túpur – fyrir ýmsar vörutegundir  notum við plastumbúðir, oft fyrir vörur sem eru notaðar „í skyndi“, til dæmis sturtukrem og húðáburð.  Valið á efni umbúða byggist að hluta til á stöðugleika vörunnar, hvaða efni eru í vörunni og endingartíma.

Er hægt að endurvinna  ykkar umbúðir?

Já, allar eru endurvinnanlegar.

1)      Gler – glerflöskur eru 100% endurvinnanlegar og er flokkaðar sem litað gler.

2)      Ál – allar álumbúðir eru endurvinnanlegar og eru flokkaðar sem málmar.

3)      Plast – allar plastumbúðir okkar er endurvinnanlegar og eru flokkaðar sem harðplast.

Hvers vegna notið þið ytri umbúðir úr pappír fyrir sumar framleiðsluvörur ykkar?

Við reynum alltaf að takmarka magn ytri umbúða en við verðum að fylgja reglum Evrópusambandsins um hvers konar upplýsingar verða að vera  á húðvörum til þess að setja megi þær í sölu.  Til dæmis  var til svokallaður IBCI listi, útskýringar um hver konar vöru um er að ræða og hvernig á að nota hana (ef það blasir ekki við), okkar vörumerki, heimilisfang og upplýsingar um tengiaðila þar sem finna má skjalfestar upplýsingar.

Við, Weleda AB, berum einnig ábyrgð gagnvart Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum, og erum hluti af enskumælandi svæði sem þýðir að við notum sömu umbúðir og  Bretland og Ástralía og þurfum því að hafa upplýsingar fyrir þessi lönd.

Hvað er INCI?

 

International Nomenclature of Cosmetic Ingredients (Alþjóðleg skrá um innihald í snyrtivörum) er innihaldslýsing í framleiðsluvörunum í hlaupandi röð.  Lagakrafa er um þennan lista fyrir allar snyrtivörur.

Innihalda ykkar vörur phtalates? (Þalöt)

Nei.

Þarf ég að geyma Weleda vörurnar mínar í ísskápnum?

Nei, þú getur geymt þær við stofuhita en forðast skal mikinn hita eða kulda.

Hvaða geymslutíma hafa ykkar vörur?

Það er „best fyrir“ dagsetning á öllum umbúðum.

 

Um vottun

Eru Weleda vörur vottaðar?

Já, Weleda vörur eru vottaðar samkvæmt  ströngustu NaTrue staðli fyrir lífrænar og náttúrulegar  húðvörur. Hægt er að lesa meira um Natrue vottun á www.natrue.org

 

Um ofnæmi

Get ég notað vörur í Almond ( Möndlu)línunni þrátt fyrir að ég sé með hnetuofnæmi?

Ofnæmi kann að myndast af mörgum náttúrulegum efnum og yfirleitt þegar um olíur er að ræða úr til dæmis hnetum þá eru það eggjahvítuefnin sem valda ofnæminu.  Þetta er einstaklingsbundið og ofnæmi getur myndast af öðrum efnum.  Í Weleda vörum á að vera mjög lágt hlutfall eggjahvítuefna, en því miður getum við ekki ábyrgst að þær séu 100% eggjahvítu fríar.  Ef þú ert í minnsta vafa þá er það góð hugmynd að bera smávegis í handarkrikann þar sem húðin er þunn áður en varan er tekin í notkun.

Innihalda ykkar vörur ullarfitu eða lanólín?

Já það er ullarfita í sumum vörum.  Ullarfita er keimlík okkar eigin húðfitu og nærir húðina jafnframt því að veita vörn.

Get ég notað Birkisafa ef ég er með frjókornaofnæmi?

Þær vörur okkar sem innihalda þykkni úr birkilaufi eiga að vera lausar við frjókorn, en því miður getum við ekki ábyrgst það að fullu.

Er hægt að hafa ofnæmi fyrir náttúrulegum hráefnum?

Því miður þýðir náttúrulegt ekki ofnæmisfrítt.  Ofurviðkvæmni fyrir sérstökum plöntum getur komið fram.  Við mælum með prófun ef þú ert í minnsta vafa um hugsanlegt óþol.  Allar plöntur sem Weleda notar eru skráðar á latínu í INCI skránni svo enginn ruglingur verði.  Gæðakröfur hjá Weleda eru mjög strangar  til að tryggja að öll hráefni séu í hæsta gæðaflokki.  Skordýraeitur sem stundum leiðir til ofnæmisviðbragða fyrirfinnst ekki þar sem við öflum hráefna.  Við gerum líka húðprófanir á öllum okkar vörum. Sjá nánar á www.weleda.is

 

 

Um vöruprófanir

 

Hvernig prófið þið vörurnar ykkar?

Við erum sérstaklega strangir þegar að prófunum á húðvörum kemur og þær eru meðhöndlaðar eftir sömu stöðlum og lyfjaframleiðsla, sem þýðir að við förum eftir ýtrustu opinberum kröfurm um rannsóknir  á snyrtivörum í dag.  Weleda prófar allar sínar vörur með tilliti til húðsjúkdóma.

Weleda vinnur með óháðu fyrirtæki í Þýskalandi við gerð á húðsjúkdóma prófunum, Derma Concept Gmblt (www.dermaconsult.com). Stofnunin er með húðsjúkdómalækna og aðra sérfræðinga sem framkvæma prófanirnar, sem eru allar gerðar á sjálfboðaliðum.  Síðan fær Weleda skýrslur um niðurstöður prófana.  Nákvæmt eftirlit er líka framkvæmt á virkni vörunnar.

Prófið þið vörur ykkar eða hráefni á dýrum?

Nei, við höfum aldrei notað tilraunadýr og munum aldrei gera.  Við gerum alltaf okkar prófanir á sjálfboðaliðum.

Hvers vegna eruð þið ekki aðilar að listanum um Réttindi Dýra fyrir framleiðendur sem ekki gera prófanir á dýrum?

Réttindi Dýra breyttu skilyrðum fyrir þátttöku fyrir nokkrum árum.  Það leiddi til mun meiri skriffinnsku.  Við sendum vottorð frá aðalstöðvum Weleda í Sviss um að það væru engar prófanir gerðar á dýrum eða hefðu verið gerðar, en þetta er ekki nóg til að fá aðild.  Réttindi Dýra krefst þess að hver allir birgjar (bændur) verði að skila skýrslum.  Weleda vinnur með meira en 1000 birgjum um heim allan, og margir þeirra eru kotbændur, sem gerir það illmögulegt í framkvæmd.

 

Hvar get ég keypt Weleda vörurnar?

Í barnaverslunum, heilsubúðum og apótekum um allt land

 

Sjá nánar á www.weleda.is