Weleda

Nafnið Weleda

Weleda – kona með mikla þekkingu á náttúrunni

 

Það var Rudolf Steiner, einn af stofnendunum, sem valdi nafnið Weleda til heiðurs hinni ævafornu hefð keltneskra kvenna að nýta lækningajurtir náttúrunnar til að líkna og lækna sjúka. Þessar djúpvitru konur kölluðust Veledur og miðluðu þær af kunnáttu sinni og þekkingu á náttúrunni til hópa fólks sem fetuðu í fótspor þeirra.

Samkvæmt rómverska sagnfræðingnum Tacitus, var síðasta konan sem bar nafnið Veleda læknir og völva sem bjó í Þýskalandi á fyrstu öld e.Kr. Pílagrímar komu til hennar hvaðanæva til að fá bót meina sinna og þiggja ráð af henni.

Eftir það varð nafnið Veleda gert að heiðursnafnbót og notað um sterkan og áhrifamikinn leiðtoga. Í samræmi við þessa gömlu sögn er það Weleda metnaðarmál að lækna og líkna öðrum og nýta til þess vörur sem unnar eru úr náttúrunni.