Weleda

Vöruþróun

Vöruþróun Weleda varanna byggir antrópósofískri heildarsýn. Vörurnar eru framleiddar í samvinnu við lækna og lyfjafræðinga og eru ofnæmisprófaðar. Ekki eru gerðar tilraunir á dýrum.

Hráefni
Svo framarlega sem það er mögulegt eru notuð lífrænt ræktuð hráefni frá viðurkenndum aðilum sem hafa fengið tilheyrandi vottun. Við notum engin hráefni sem innihalda jarðolíur og engin gervi litar- ilm- eða rotvarnarefni. Þykkingarefnin eru öll náttúruleg og ilmurinn kemur úr hreinum ilmkjarnaolíum.

Framleiðsla
Vöruúrval, samsetning og framleiðsla byggja öll á sömu heildarsýn Weleda. Hráefnið er undir stöðugu gæðaeftirliti, líkt og gerist í lyfjaiðnaðinum, bæði meðan á framleiðslu stendur og eftir að varan er tilbúin.