Weleda

Sanngjörn viðskipti – Fair trade

Weleda vörurnar eru NaTrue vottaðar

www.natrue.org

Ný alþjóðleg vottun fyrir náttúrulegar og lífrænar húðvörur

Í takt við aukna umhverfisvitund og mikilvægi heilbrigðs lífernis, eykst um leið áhugi fyrir náttúrulegum húðvörum. Hafsjór af nýjum vörum og merkjum, sem sagðar eru vera meira eða minna náttúrulegar fást nú til sölu, og neytendinn ruglast æ meira í ríminu. Hvernig ratar maður á rétta vöru? Svarið við þessari spurningu fæst vonandi núna með NaTrue - frumkvæði sem Weleda meðal annarra hefur hrint af stað.

Áhugi fyrir náttúrulegum húðsnyrtivörum hefur aukist gífurlega og fjöldi nýrra merkja sem segjast bjóða náttúrulega húðvernd hefur fjölgað að sama skapi. Núorðið er einnig unnt að finna slíkar „náttúrulegar“ vörur merktar hinum ýmsu vottunum. Dæmi um slíkt á markaðnum í dag eru:

Þýska BDIH

Enska Soil Association

Franska Eco Cert

-allar með ólíkar skilgreiningar og staðla um hvað flokkast sem náttúruleg húðvernd. Auk þessara rótgróinna merkinga sjást einnig merki sem viss fyrirtæki hafa búið til sjálf og nota á sínum vörum. Margar þessara merkinga eru fyrir innlendan markað, en þegar vörurnar eru svo líka seldar á alþjóðamörkuðum verður enn erfiðara að átta sig á því hvaða staðlar þetta séu og hvað hinar ýmsu merkingar þýða. Í stuttu máli verður afleiðingin sú að það verður flókið fyrir neytandann að skilja og að endingu rata á rétta vöru í framboðinu af húðvörum sem eru meira eða minna náttúrulegar að uppruna.

 

Þörf á nýjum alþjóðlegum merkingum

Fyrirtæki á markaðnum í dag, sem hafa langa reynslu af framleiðslu náttúrusnyrtivara sem standast háar gæðakröfur með tilliti til bæði manneskjunnar og náttúru, hafa áhyggjufull fylgst með því hvernig æ fleiri merki auglýsa vörur sínar sem náttúrulegar án þess að þær séu það. Fyrirtækin hafa einnig gert sér grein fyrir þörf á samræmdum merkingum og leiðbeiningum fyrir neytendur. Þannig hefur hugmyndin um sameiginlega alþjóðlega merkingu sprottið fram sem gerir strangar kröfur, bæði hvað varðar náttúruleg hráefni og framleiðslu þeirra og að eins mikið tillit sé tekið til manneskjunnar og umhverfis og kostur er.

 

Sköpun NaTrue

Humgyndin um sameiginlega alþjóðlega merkingu fyrir náttúrusnyrtivörur leiddi til þess að Weleda og fyrirtækin Laverana (Lavera), Logocos (Logona), Primavera, Santaverde og Wala (Dr. Hauschka) tóku höndum saman og stofnuðu NaTrue. NaTrue er evrópskt frumkvæði sem á að tryggja að háum stöðlum sé við haldið á sviði náttúrusnyrtivara; hugmyndin er að þeir geri mestu gæðakröfurnar og hafi hæstu staðlana af öllum þeim vottunum sem til eru fyrir náttúrusnyrtivörur í dag. Félagar í NaTrue gera þannig ströngustu kröfur um náttúruleg hráefni, virkni og öryggi fyrir sínar húðvörur. Þeir standa fyrir varfærnislega meðhöndlun náttúrulegra hráefna og nota lífræn innihaldsefni eins og frekast er unnt í sérhverri vöru. Þeir standa vörð um að forði lífrænna ræktunarstöðva og villtra gróðursvæða verði tryggður og stuðla að því að varðveita langtímamarkmið við náttúruvinnslu.

Vottunarferlið hófst 22.september 2008, þannig að fyrirtæki geta nú sótt um vottun fyrir vörur sínar. Fyrstu vörurnar með þessari nýju merkingu munu væntanlega fást á evrópskum markaði í árslok 2008, byrjun 2009. Markmiðið er þó að NaTrue-vottunin hljóti alþjóðlega viðurkenningu.

 

Hin mismunandi stig

NaTrue-merkingin samanstendur af þremur stigum, 1stig Náttúrulegar húðvörur, 2.stig  náttúrulegar húðvörur með lífrænum innihaldsefnu og 3. stig lífrænar húðvörur. Fyrir hvert stig er tilgreint lágmarksinnihald náttúruefna og hámarksinnihald efna sem eru lík eða eins og náttúruefni, sem varan verður að, eða getur, innihaldið (sem getur verið mismunandi eftir vöruhópum innan viðkomandi stigs). Einnig er tilgreint hversu stórt hlutfall verður að vera lífrænt.

 

Vottunarstig

1 stig - kröfur fyrir náttúrulegar húðvörur


Lægsti staðallinn. Uppfyllir allar ströngu grunnkröfurnar hvað varðar innihaldsefni úr náttúrunni, og þá framleiðsluhætti og úrvinnsluaðferðir sem hafa verið ákvarðaðar. Náttúrulegar húðvörur sem innihalda ekki endilega lífrænar innihaldsefni

2 stig - kröfur fyrir náttúrulegar snyrtivörur sem innihalda lífræninnihaldsefni efni


Varan uppfyllir allar grunnkröfur, en auk þess er krafist hærra hlutfalls af lífrænum innihaldsefnum eða 70 %. Krafist er meira magns af náttúrulegum efnum og minna magns af efnum sem eru lík náttúruefnum heldur en gert er fyrir 1 stiginu. A.m.k. 15% innihalds (misjafnt eftir vöruflokkum) skal samanstanda af óbreyttum náttúrulegum jurtaefnum eða efnum með uppruna í lífríkinu, og hámark 15% skal innihalda efni sem eru lík náttúruefnum (óháð vöruflokki). Náttúrulegar húðvörur með 70% lífræn innihaldsefni, 30% af náttúrulegur innihaldsefnum.

3 stig - kröfur fyrir lífrænar snyrtivörur


Þetta er strangasta merkingin. Varan uppfyllir allar grunnkröfur auk þeirra sem krafist er fyrir 1.og 2. stigið. Hér er þó meira magn lífrænna innihaldsefna og minna magn efna sem eru lík náttúruefnum heldur en krafist er fyrir 1. og 2. Stigið. A.m.k. 20% innihalds skal vera óbreytt náttúruleg efni (meira fyrir vissar vörutegundir). Hámark 15% skal innihalda efni sem eru eins og eða lík nátturuefnum í öllum vöruflokkum (minna fyrir vissar vörutegundir). A.m.k. 95% af öllum lífrænum innihaldsefnum, eða efnum með uppruna í lífríkinu, eiga að koma frá lífrænum ræktunarstöðvum og/eða villtum gróðursvæðum sem séu undir eftirliti og merkt skv. umhverfis-stöðlum EB. Lífrænar húðvörur með 95% lífræn innihaldsefni, 5% náttúruleg efni.

Sum efnanna sem eru lík náttúruefnum og eru sérskráð verða að koma frá lífrænum ræktunarstöðvum sem séu undir eftirliti fr.o.m. 1.janúar 2012.

Frekari upplýsingar um skilgreiningar og staðla er að finna á www.natrue.org

 

SPURNINGAR OG SVÖR UM NA TRUE

1.Hver er munurinn á þessari merkingu og öðrum sem eru á markaðnum í dag?

  • Hjá NaTrue er 100% innihaldsefnis annað hvort náttúrulegt, eins og náttúrulegt efni eða líkt því. Öll önnur efni eru bönnuð.
  • Þessi merking er að hluta til alþjóðleg, að hluta til skipt niður í 3 mismunandi flokka: Náttúrusnyrtivörur, Náttúrusnyrtivörur með lífrænum innihaldsefnum og Lífrænar náttúrusnyrtivörur.
  • Vottunin skilar engum hagnaði. Vottunargjaldið er notað til að viðhalda nauðsynlegu innra skipulagi og auka fræðslu um vottunina.
  • Vöruvottunarstaðlar auk lista yfir leyfilegum innihaldsefnum eru birt opinberlega og eru öllum aðgengileg.
  • Fyrir hvern vöruflokk eru sett ákveðin takmörk hvað varðar hámarks innihald efna sem eru eins og náttúruleg efni, og lágmarksinnihald náttúrulegra efna.

 

2. Munu aðrar vottanir hverfa af markaðnum eftir tilkomu NaTrue?

Nej. Allar merkingar munu að öllum líkindum halda velli. Vonandi munu þó æ fleiri notast við NaTrue í framtíðinni. Weleda mun fjarlægja BDIH af sínum vörum en merkingin mun þó áfram vera til staðar á markaðnum.

 

3. Hefur NaTrue-vottun hæstu staðlana fyrir náttúrusnyrtivörur?

Í dag er ekkert til í lagalegum skilningi sem ákvarðar hvað náttúrusnyrtivara er, því getur engin vottun staðhæft: „það er þetta sem er náttúrusnyrtivara“. Weleda hefur valið að nota NaTrue vegna þess að sú merking er talin hafa hæstu skilgreiningarstaðlana fyrir náttúrulegar og lífrænar snyrtivörur.

 

4. Hvenær koma fyrstu vörurnar á markaðinn?

Vottunarferlið hófst 22.september 2008. Nú geta fyrirtæki sótt um vottun fyrir sínar vörur. Fyrstu vörurnar munu a.ö.l. koma á evrópskan markað í árslok 2008, byrjun 2009.

 

5. Hafa fyrirtækin sem stofnuðu NaTrue þróað NaTrue skv. stöðlum sinnar eigin framleiðslu eða þurfa sum þeirra e.t.v. að breyta uppskriftum sínum til þess að uppfylla kröfur NaTrue?

Staðlarnir sem liggja til grundvallar NaTrue hafa ekki eingöngu verið þróaðar af sérfræðingum stofnfyrirtækjanna heldur einnig af sérfræðingum annarra fyrirtækja sem hafa áhuga og getu til að viðhalda háum gæðum á sviði náttúrusnyrtivara. Þannig að ekki hefur vísvítandi verið unnið út frá þeirri forsendu að merkingin eigi að henta þeim fyrirtækjum sem standa að baki henni. Þetta þýðir að hvert fyrirtæki fyrir sig verður að fara yfir uppskriftir sínar til þess að geta fengið NaTrue-vottun fyrir vörur sínar.

 

6. Hvers vegna hefur NaTrue enga staðla varðandi tilraunir á dýrum?

Frá 11.september 2004 er ekki lengur leyfilegt að selja snyrtivörur innan EB sem hafa verið prófaðar á dýrum. Með tilliti til þessa hefur verið ákveðið að tilraunir á dýrum verði ekki aðalatriði í NaTrue.

 

7.Hverjir geta sótt um NaTrue?

Til þess að fá NaTrue-vottun fyrir vörur er þess krafist að lágmark 75% vörunnar standist kröfur NaTrue. Fyrirtæki þarf þó ekki að vera félagi í NaTrue til þess að geta sótt um vottun.

 

Samantekt á markmiðum NaTrue:

  • Að koma á fót útbreiddu, viðurkenndu og hæfu upplýsinga netverki fyrir framleiðendur lífrænna og náttúrulegra snyrtivara, sem hefur sameiginlegan fulltrúa þessa iðnaðar sér í lagi gagnvart stofnunum EB og sambærilegum yfirvöldum aðildarríkjanna innan EB.
  • Að auka vitund um mikilvægi hreins innihalds lífrænna og náttúrulegra snyrtivara, fyrir velferð manneskjunnar jafnt sem umhverfisins.
  • Að tryggja framboð og fjölbreytileika náttúrulegra hráefna.
  • Að koma á fót NaTrue-vottun um allan heim, til þess að veita viðskiptavinum öryggi og fræðslu um hvaða staðlar skilgreina náttúrusnyrtivörur.
  • Að styðja vísindalega starfsemi og sjá stofnunum fyrir grunnupplýsingum.

www.natrue.org