Weleda

Weleda er alþjóðlegt fyrirtæki

Weleda er alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Sviss. Fyrirtækið framleiðir náttúruleg lyf og húðvörur. Weleda, sem er stofnað árið 1921, er eitt af elstu lyfjafyrirtækjum í Evrópu. Krabbameinslyfið Iscador er eitt þekktsta lyf fyrirtækisins.
Í þýskum apótekum er Weleda fimmta stærsta vörumerkið og er með 50% markaðshlutdeild í barnavörum.

Fyrirtækið, sem er með dótturfyrirtæki og umboðsmenn í 49 löndum, veltir ca. 1,5 milljarði sænskra króna á ári. Efnahagsleg markmið fyrirtækisins eru að þjóna langtímahagsmunum fyrirtækisins hvað varðar framleiðni og verðmætasköpun. Fyrirtækið tekur í verðlagningu vara sinna tillit til neytandans, dreifiaðilans og fjárfestanna.