Weleda

Hárvörur

Jafnvægi á milli manns og náttúru er grunnurinn að  framleiðslu Weleda. Síðan árið 1921 höfum við nýtt þekkingu okkar og sérvaldar plöntur til að styðja við náttúrulega starfsemi húðarinnar.

Mikilvægur hluti heildarstefnu okkar er að nota eina aðalplöntu fyrir hverja húðvörulínu. Val hverrar plöntu byggir á aldagamalli vísindalegri og mannspekilegri þekkingu.

Það er margt líkt með korni og hári, t.d. vöxtur,  yfirborð og uppbygging. Korn vex best í frjóum jarðvegi og til að hárið verði sterkt og glansandi, þarf hársvörðurinn að vera heilbrigður. Weleda hárvörurnar eru lagaðar að þörfum hverrar hártegundar fyrir sig – í þeim eru hráefni sem gefa hárinu og hársverðinum nákvæmlega það sem þarf – og ekkert annað.

Hráefnin í vörum okkar eru öll valin með tilliti til þess hvernig þau virka. Hver vara hefur sinn sérstaka ilm, sem kemur frá sérvöldum ilmkjarnaolíum sem auk þess er örvandi og góður fyrir skilningarvitin. Hárvörurnar frá Weleda eru mildar en áhrifamiklar, örva hársvörðinn og stuðla að náttúrulegu heilbrigði hársins.

 

 

Hárvörurnar okkar  - klæðskerasaumaðar lausnir fyrir hárið þitt