Weleda

Líkamsvörur

Grunnur allra líkamsvöru Weleda eru hreinar jurtaolíur búnar til úr fræjum og jurtum ræktuðum við náttúrulegar aðstæður. Ólíkt jarðolíum eru jurtaolíur skyldar líkamsfitu mannsins og ganga því auðveldlega inn í húðina. Þær mynda ekki himnu á húðina og hindra því ekki eðlilega öndun hennar. Þær eru settar saman úr dýrmætum náttúruefnum og styðja við eðlilega starfsemi hennar og styrkja náttúrulega vörn hennar.

Olíurnar eru fyrir daglega húðumhirðu, til að nudda, til að slaka á eða bara til að njóta. Fyrir heilbrigða og fallega húð á hverjum degi.