Weleda

Weleda Baby

Weleda Baby er nafnið á barnavörulínu Weleda, þar sem lækningajurtin Morgunfrú (calendula) er í aðalhlutverki. Hún verndar húðina og róar viðkvæma húð.

Hinar sérstaklega mildu barnavörur hefur Weleda þróað í samvinnu við ljósmæður, lækna og lyfjafræðinga. Allar barnavörurnar frá Weleda hafa verið ofnæmisprófaðar á mjög viðkvæmri húð og því má nota þær strax frá fæðingu. Ekkert hráefnanna í barnalínu Weleda er með jarðolíum og í þeim eru engin gervi ilm-, litar-, eða rotvarnarefni sem hindra eðlilega starfsemi húðarinnar.